151. löggjafarþing — 72. fundur,  23. mars 2021.

menntastefna 2020--2030.

278. mál
[19:41]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst vil ég segja varðandi fjármálaáætlunina að það er vissulega rétt að við samþykktum fjármálaáætlun, að ég held, í nóvember. Við byrjum umræðu á morgun um uppfærslu á henni. En menntastefna er, eins og ég sagði áðan, fyrsta skrefið og ég gerði ráð fyrir því, alla vega lögðum við áherslu á það í nefndinni, að þegar áætlanir og verkefnin lægju fyrir, sem fara ætti í í samræmi við menntastefnuna, þá ætti að fylgja þeim verkefnum fjármagn. Ég vona að svo verði. Við leggjum alla vega upp með það í nefndarálitinu. Varðandi fjölgun í starfs-, iðn- og tækninámi þá held ég að þróunin verði sú að nemendum í þessum greinum fjölgi. Við erum t.d. með eitt mál núna til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd varðandi háskólana, sem myndi styðja við þá þróun. Svo skiptir jákvæð umræða í samfélaginu um starfs-, iðn- og tækninám líka máli.