151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

opinber stuðningur við nýsköpun.

322. mál
[16:11]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Eins og ég gat um þá lagði hv. atvinnuveganefnd sig fram um að berja í brestina í þessu frumvarpi, sem hvorki er nægilega vandaða né nægilega ígrundað. Við Miðflokksmenn styðjum tillögur hv. nefndar. Þær eru góðar svo langt sem þær ná, en að öðru leyti styðjum við ekki þetta mál af þeirri ástæðu sem ég hef þegar getið um.