151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

Tækniþróunarsjóður.

321. mál
[16:14]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Enda þótt við þingmenn Miðflokksins styðjum ekki hvernig staðið var að því að endurskipuleggja verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og leggja hana niður, þar sem rót þessa frumvarps liggur, styðjum við þetta frumvarp sem nauðsynlega lagastoð undir starfsemi Tækniþróunarsjóðs sem gegnir mikilvægu hlutverki sem samkeppnissjóður á sviði nýsköpunar. Að meginstefnu er með frumvarpinu verið að klippa ákvæði úr gildandi lögum og líma inn í sérstök lög um sjóðinn með lítils háttar breytingum sem við fulltrúar Miðflokksins í hv. atvinnuveganefnd stöndum að ásamt meiri hluta nefndarinnar.