151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

menntastefna 2020--2030.

278. mál
[16:18]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd kærlega fyrir hennar störf. Við stöndum á ákveðnum tímamótum. Við erum að samþykkja menntastefnu til ársins 2030 þar sem við lofum því að við verðum hér með framúrskarandi menntakerfi. Við erum að fara í aðgerðaáætlun sem tekur á þeim atriðum sem nefndin nefnir í áliti sínu. Við getum verið bjartsýn, við erum að ná utan um stöðuna og þetta er í fyrsta sinn sem samþykkt er hér á þingi menntastefna til svo langs tíma. Ég vil þakka nefndinni kærlega fyrir.