151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

menntastefna 2020--2030.

278. mál
[16:21]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eðli málsins samkvæmt er farið nokkuð almennum orðum um markmið í þessari menntastefnu en þau markmið eru öll góð og gild og vonandi ná þau fram að ganga. Ég hefði kosið að þessara góðu markmiða sæi betur stað í þeirri fjármálaáætlun sem við erum að fara að ræða á næstunni. En það er líka annað sem ég sakna úr þessari menntastefnu. Ég gerði einfalda leit í menntastefnunni að einu orði og það var orðið „leikur“. Það orð er ekki í stefnunni og ég sakna þess vegna þess að það á, virðulegi forseti, að vera leikur að læra.