151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga.

478. mál
[16:30]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga, um sveitarfélög og kórónuveirufaraldur. Sem sagt: Ýmis viðbrögð vegna kórónuveirufaraldurs. Hér er verið að leggja til auknar heimildir til sveitarfélaga til að víkja frá fjármálareglum og aukinn sveigjanleika í innheimtu, auk þess að veita heimild til viðbragða við farsóttum eða náttúruhamförum, stundum er talað um fjarfundaákvæðið sem nú verður heimilt að nýta áfram. Frekari breytingar á því eru svo fyrirhugaðar í öðru frumvarpi seinna á þessu þingi. Þetta frumvarp styð ég.