151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[17:25]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra svörin en þau eru frekar rýr vegna þess að það er ekkert í fjármálaáætlun um að hjálpa þessum hópi og það er enginn metnaður. Á sama tíma sjáum við metnað þegar kemur að atvinnuleysisbótum, 472.000 kr., sem er flott, það er frábært. En það er fólk þarna úti sem lifir á helmingi minna en því, reynir að tóra á helmingi minna. (Gripið fram í.) Og þú segir að þeir eigi bara að halda áfram að reyna að tóra á helmingi minna en hinir. Við erum að tala um fólk sem þarf að lifa á rétt um 200.000 kr. eftir skatt. Þetta er fólkið sem er í biðröðum eftir mat. Þetta er fólkið sem fer til Samhjálpar til að fá heitan mat, fjöldinn hefur tvöfaldast. Ég sé enga metnað hjá þessari ríkisstjórn í því að breyta þessu. Þetta er ekki stór kostnaðarliður í öllum þeim Covid-málum sem eru í gangi og öðrum málum og við getum algjörlega séð til þess hér á þinginu að finna fjármuni til að hjálpa þessu fólki.