151. löggjafarþing — 75. fundur,  26. mars 2021.

hertar sóttvarnareglur, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[12:07]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu hér í dag. Ég hef ekki mikinn tíma, svo ég dembdi mér í spurningarnar. Er Lyfjastofnun Íslands heimilt að fá viðurkenningu frá Lyfjastofnun Bretlands eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna í stað þess að bíða eftir samþykki Lyfjastofnunar Evrópu? Þetta er fyrsta spurningin. Næsta spurning er: Hvenær verður búið að bólusetja þjóðina?

Síðan langar mig aðeins að koma inn á þessa upplýsingaóreiðu, sem ég verð að fá að kalla svo, í sambandi við bólusetningu 70 ára og eldri sem áður var 65 ára. Hvað skýrir þessa breytingu? Mér finnst það ekki hafa komið nægilega vel fram hér í umræðunni og ég veit að fólk á þessum aldri það spyr sig spurninga og vill gjarnan fá svar við þessu.