151. löggjafarþing — 75. fundur,  26. mars 2021.

hertar sóttvarnareglur, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[12:19]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Fyrst spurningin um það hvort lagaheimild sé fyrir því að nýta sóttvarnahús. Já, það er lagaheimild fyrir því sem Alþingi afgreiddi hér. Svo er það spurningin um hvort húsnæði sé tilbúið fyrir allan þennan hóp, Við gerum ráð fyrir því að húsnæði verði tilbúið fyrir þau sem koma frá rauðum löndum núna 1. apríl. Það er verið að vinna að því. Það er rétt að við gerum ráð fyrir því að þau svæði sem eru dekkst eða rauðust í viðkomandi landi marki kröfurnar fyrir viðkomandi land og þannig er eðlilegt að gera það til þess að gæta varúðar.

Hv. þingmaður hefur hér eftir orð af internetinu um samspil landamæra og ráðstafana innan lands. Þá vil ég segja að ástæðan fyrir því að við fengum (Forseti hringir.) ný hópsmit var sannarlega smit frá landamærum en það var ekki vegna þeirra reglna (Forseti hringir.) sem giltu heldur vegna þess að fólk braut reglurnar.