151. löggjafarþing — 77. fundur,  13. apr. 2021.

hjúskaparlög.

646. mál
[14:50]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki til hvaða tilvika hv. þingmaður er að vísa sérstaklega en það er þá ekki hjúskapur, hann hefur þá ekki tekið gildi. Hann hefur ekki tekið gildi ef hann var ekki skráður af hálfu trú- eða lífsskoðunarfélagsins. Það er stutt síðan lífsskoðunarfélög fengu þessa heimild líka en það hefur verið alveg skýrt að ef trú- eða lífsskoðunarfélagið hefur ekki skráð hjúskapinn þá hefur hann ekki tekið gildi og er því ekki hægt að kalla það hjúskap, það er ekki heimilt. En ef það er atriði sem við þurfum að skoða þá erum við auðvitað fullbúin til þess.