151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

rannsókn á vistheimili.

[13:28]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Það er gott að heyra að einhver hreyfing er á málum, sérstaklega að það verði nokkrir sérfræðingar á þessu sviði sem taki þetta að sér og að kominn sé tímarammi. Ég velti hins vegar fyrir mér umfangi rannsóknarinnar og hvort hún nái líka yfir það sem gerðist eftir að ofbeldið átti sér stað, þ.e. tímann sem leið frá því að þær upplýstu um brotin sem þær urðu fyrir og þær ásakanir sem fram hafa komið um að síðast þegar þetta var rannsakað hafi málinu verið sópa undir teppið fyrir tilstuðlan þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu. Verður það hluti af rannsókninni? Mun hæstv. ráðherra gera bréfið sem fól Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar rannsóknina opinbert og mun hún endurspegla að öll vinnubrögð í kringum þetta mál, líka þau sem leiddu til að þessi rannsókn hófst ekki fyrr, verði rannsökuð í þetta sinn?