151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

opinber stuðningur við nýsköpun.

322. mál
[13:45]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál er dæmi um allt það versta sem gerist hér á Alþingi þegar fram kemur slæmt mál. Allir vita að það er slæmt en því er böðlað áfram. Þeir sem koma sem gestir fyrir nefnd lýsa áhyggjum, umsagnir eru neikvæðar, starfsfólkið var ekki haft með í ráðum. Það er allt rangt við þetta frumvarp, herra forseti. Það er ekki hægt að styðja þetta. Við erum á móti því að tefla nýsköpun og stuðningi við hana í tvísýnu og nei, við viljum ekki stofna einkahlutafélag með Vinstri grænum um þessa starfsemi þannig að við Miðflokksmenn munum greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi. Best af öllu væri að því yrði vísað aftur heim til ríkisstjórnarinnar þannig að þessi mistök ættu sér ekki stað.