151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

rannsókn og saksókn í skattalagabrotum .

373. mál
[14:08]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er rétt að þetta frumvarp er af tvennum toga. Annars vegar er markmiðið að mönnum sé ekki refsað fyrir sama brotið tvisvar, hins vegar er tilgangurinn sá að gera skattrannsóknir skilvirkari og markvissari. Meginaðgerðin í þeim efnum er að sameina skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra til þess að nýta þann mannafla betur. Tilgangur skattyfirvalda er sá að álagningin sé rétt. Það er liður í því að þetta sé á sama staðnum, sé sama embætti. Það er miklu skilvirkara. Mál sem teljast hins vegar alvarlegri brot og þurfa sakamálarannsókn, sakamálameðferð, fara í þann farveg með skýrum hætti. Það er tilgangurinn með þessu.