151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

rannsókn og saksókn í skattalagabrotum .

373. mál
[14:09]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál er, eins og hefur tvívegis verið sagt núna, af tvennum toga, annars vegar ágætar breytingar til að reyna að koma í veg fyrir tvöfalda refsingu, og hins vegar til að veikja skatteftirlitskerfið á Íslandi. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem stofnun er lögð niður af þessari ríkisstjórn. Það virðist vera einhvers konar blæti fyrir því að leggja niður stofnanir, oftast í engum öðrum tilgangi en að leggja þær niður. Í þessu tilviki verður að segjast að það er ekki ljóst að þetta muni skila þeim árangri sem er lagt upp með. Það er miklu líklegra að þetta veiki getu stofnanakerfisins hér til að koma í veg fyrir sérstaklega stórfelld skattsvik. Reynslan á eftir að sýna það. En við leggjum til með Samfylkingunni að þessu máli verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar vegna þess að það eru til betri leiðir til að gera þetta.