151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

trúnaður um skýrslu.

[14:51]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta er mjög gagnleg umræða. Ég kom hingað upp til að útskýra þá breytingu sem átti sér stað á kjörtímabilinu, sem hæstv. forseti fór yfir, að birta ekki skýrslur fyrr en eftir að búið væri að kynna þær fyrir nefndum. Við erum samt sem áður í þannig samfélagi að fjölmiðlar eru farnir af stað með umfjöllun, og auðvitað er það mjög óheppilegt. En þá finnst mér, hafandi starfað í fjölmiðlum og hafandi verið að lesa umfjöllunina, og ég hvet ráðherra til að gera það líka, óeðlilegt að bregðast ekki við þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem um ræðir. Mér finnst skrýtið að standa hér og láta eins og við séum ekki meðvituð um alla þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Fyrir mér sem fyrrum fjölmiðlakonu og sem þjóni almennings er það sérkennileg afstaða að segja: (Forseti hringir.) Ég neita að tala við ykkur um það sem þið eruð að tala um í dag. (Forseti hringir.) Mér finnst það svolítið sérstök afstaða, herra forseti. En trúnað ber ávallt að virða.