151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

fiskeldi.

265. mál
[16:08]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta mál var tekið út úr nefnd 22. mars eða eitthvað svoleiðis. Ég man ekki eftir neinni mikilli umræðu um það efnislega í nefndinni heldur er þetta bara allt í boði meiri hlutans. Ég var að lesa hér upp úr umsögn frá þessu fyrirtæki sem ég nefndi sem varð af 11.800 tonnum sem þeir töldu sig fá út úr því þegar þeir sóttu um, eftir að þetta varð að lögum 2019. Hv. þm. Halla Signý Kristjánsdóttir skautar alveg fram hjá þeim hluta ræðu minnar, hvernig við ætlum að bregðast við því. Þess vegna er ég m.a. að kalla málið inn í hv. atvinnuveganefnd til að reyna, þó það væri ekki nema að klóra eitthvað í bakkann á því sem það fyrirtæki varð fyrir og til að fá skýringu á því hvað þetta þýðir í raun og veru og fá hlutaðeigandi aðila til að koma sem gestir á fund sem gætu útskýrt það fyrir okkur nefndarmönnum.