151. löggjafarþing — 80. fundur,  19. apr. 2021.

upptaka litakóðunarkerfis.

[13:36]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég vil segja það að hluti af því sem við höfum verið að vinna að er okkar eigin útfærsla. Mjög mikilvægt er að við leggjum sjálfstætt áhættumat á litgreininguna sem birtist í litakóðunarkerfi Evrópusambandsins. Það höfum við gert og ég nefndi Grænland áðan sem dæmi um það.

Annað sem skiptir máli í þessari útfærslu er auðvitað að draga lærdóm af gögnunum. Það er áhyggjuefni að við erum að sjá tilfelli þar sem fólk greinist í raun og veru neikvætt í fyrra PCR-prófi, neikvætt á landamærum við fyrri skimun og jákvætt í síðari skimun og brýtur svo jafnvel reglur um sóttkví í millitíðinni þó að þær séu í gildi eins og við höfum töluvert rætt í þessum fyrirspurnatíma.

Það sem ég get sagt hv. þingmanni heiðarlega er að við erum að fara yfir þessi mál og reiknum með að lenda þeim í þessari viku Við höfum skýra sýn á það hvernig við ætlum að halda áfram og ég get alveg fullvissað hv. þingmann um að þar erum við fyrst og fremst að horfa til reynslunnar sem við höfum aflað okkur og (Forseti hringir.) gagnanna sem við höfum þannig að við getum áfram fylgt því sem við höfum gert hingað til, sem er auðvitað að forgangsraða lífi og heilsu almennings í þessu landi.