151. löggjafarþing — 80. fundur,  19. apr. 2021.

fiskeldi.

265. mál
[13:49]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er á ferðinni mál sem er til bóta og munum við í mínum þingflokki greiða atkvæði með því. Á fyrri stigum óskaði ég samt sem áður eftir því að frumvarpið yrði tekið inn til nefndar til umræðu af því að það eru atriði sem eru óljós og við hefðum viljað fá frekari útlistingu á. Svo langt sem það nær í mínum skilningi er þetta ágætisfrumvarp en ég hefði þurft að fá betri útskýringar á ýmsum hlutum þar sem orðalag er loðið í frumvarpinu. Þess vegna óskaði ég eftir því að það yrði tekið til nefndar á milli 2. og 3. umr.