151. löggjafarþing — 82. fundur,  21. apr. 2021.

kostnaður og ábati af Covid-aðgerðum.

[13:15]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég ætla að taka undir með ágætum manni sem var í Silfrinu um daginn beint frá Ástralíu, prófessor í ég veit ekki hverju, ég man ekki einu sinni hvað hann heitir, en ég man alla vega hvað hann sagði, hann kallaði þessar aðgerðir fúsk. Ég ætla að taka undir það heils hugar, fúsk.

Hæstv. fjármálaráðherra talar um hvað sé raunverulegur ábati. Stór hluti þeirra sem hafa sýkst af þessari veiru og farið í gegnum hana lifandi glímir við eftirköst sem ekki er fyrirséð hvernig muni fara.

Og ég vil líka vita hvernig hæstv. fjármálaráðherra réttlætir að það skuli vera búið að bjóða landsmönnum upp á þrjár bylgjur af þessum faraldri með öllu tilheyrandi og við séum sennilega að taka þá fjórðu í fangið akkúrat núna.