151. löggjafarþing — 82. fundur,  21. apr. 2021.

frumvarp um starfslokaaldur ríkisstarfsmanna.

[13:22]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir þetta svar. Það var upplýsandi en ekki uppörvandi. Svo vill til að hæstv. ráðherra tók þátt í því rugli í atkvæðagreiðslu í fyrra — um frumvarp sem hann lýsti eftir að þingmenn kæmu fram með og þessi þingmaður hefur komið með fram þrisvar — að samþykkja sjálfur hér í atkvæðagreiðslu að þetta frumvarp færi til ríkisstjórnar undir þeim formerkjum að það kæmi fram á síðustu haustmánuðum. (Gripið fram í.) Þannig tók hæstv. ráðherra þátt í því rugli og þeirri brenglun sem hann lýsti í svari sínu hér áðan, sem er náttúrlega fullkomið ábyrgðarleysi og hroki. En hæstv. ráðherra svaraði samt ekki spurningunni: Hvers vegna hefur þetta frumvarp ekki komið fram? Það var einfalt í eðli sínu. Hvers vegna hefur hann ekki staðið við það sem var samið um við þinglok í fyrra? Það eru spurningarnar. En ruglinu tók hann þátt í, hæstv. ráðherra.