151. löggjafarþing — 82. fundur,  21. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[15:06]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir andsvarið og spyr: Hvers vegna höfum við ákveðið séríslenskt afbrigði af flokkun á hááhættusvæðum? Hvers vegna fylgjum við ekki Sóttvarnastofnun Evrópu, sem hefur flokkað þetta og við höfum fylgt? Hvernig sér hæstv. ráðherra fyrir sér að meta eigi hvernig ferðamaður sýnir fram á það með fullnægjandi hætti að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar í húsnæði á eigin vegum? Hvernig fer með bólusetta einstaklinga og einstaklinga sem hafa Covid? Þurfa þeir líka að dvelja í sóttvarnarhúsi, af því það kemur ekkert fram um það í frumvarpinu né heldur í drögum að reglugerð sem velferðarnefnd hefur fengið? Hvað teljast fullnægjandi upplýsingar um svæði eða land, eins og tilgreint er í frumvarpi?