151. löggjafarþing — 82. fundur,  21. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[15:19]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hafna málflutningi hv. þingmanns. Ég hafna því að Íslendingar og landsmenn hér hafi verið meira og minna hlekkjaðir í sínu daglega lífi. Það er rangt. Ég held að það sé engum til framdráttar að byggja málflutning sinn á umræðu af því tagi. Ég hafna því. Sem betur fer telur sóttvarnalæknir, og ég vona svo sannarlega að það sé á rökum reist og sé rétt, að vegna þess hversu öfluga smitrakningu við höfum, hversu öfluga raðgreiningu við höfum og hversu mikil ábyrgð hvers og eins er á sóttvarnaráðstöfunum sínum þá sjáum við að við ráðum við fjórðu bylgjuna, sem hv. þingmaður nefnir hér.