151. löggjafarþing — 82. fundur,  21. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[15:20]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Hún getur hafnað hverju sem hún vill en hún skal svara mér, vonandi virðulega eins og alltaf, hvað það þýðir að vera með samkomutakmarkanir. Hvað þýðir það að vera búin að taka stóran hluta hagkerfisins úr sambandi þannig að við getum ekki hjálpað okkur sjálf? Hvað þýðir það að geta ekki farið út á meðal manna og að vera lokaður inni? Hindrar það ekki daglegt líf?

Mig langar líka að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra: Hvað þurfa að vera margir á bak við nýgengi smita, t.d. hjá 38 milljóna þjóð eins og Pólverjum, til þess að geta fallið undir þá skilgreiningu sem skyldar þá í sóttvarnahús? Ég býst við að hæstv. heilbrigðisráðherra sé búinn að reikna út þá tölu því það er alveg á hreinu hvaða lönd eiga að falla þar undir þannig að ég býst við að það standi ekki á því að fá svar við því.