151. löggjafarþing — 84. fundur,  22. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[04:22]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Óskaplega var þetta aumt hjá hæstv. heilbrigðisráðherra þegar klukkan er 25 mínútur gengin í fimm aðfaranótt fimmtudags, að loknum löngum vinnudegi fjölda fólks við að reyna að taka til í frumvarpi hæstv. ráðherra. Fjöldi gesta mætti fyrir hv. velferðarnefnd og kvartaði yfir frumvarpinu, meira að segja okkar geðþekki og ágæti sóttvarnalæknir sem við höfum reynt að fylgja í einu og öllu. En á þessum tímapunkti, þegar fleiri hundruð manns eru í sóttkví, 120 smit, treystir ríkisstjórnin sér ekki til að fara að ráðum sóttvarnalæknis og hæstv. heilbrigðisráðherra skammar Alþingi um miðja nótt. Mikið er þetta aumt.