151. löggjafarþing — 85. fundur,  26. apr. 2021.

veiði þorsks á grunnslóð og strandveiðar.

[13:42]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég komst því miður ekki yfir í ýsuna. Við höfum brugðist við. Ég er búinn að auka aflamark í ýsu. Ég gaf út reglugerð í síðustu viku um það. Aflamarkið var aukið um 8.000 tonn, úr 44.000 tonnum í 52.000 tonn. Við unnum það í góðu samráði við Hafrannsóknastofnun sem orðaði það þannig að stofnunin legðist ekki gegn því að aflamarkið yrði aukið á yfirstandandi ári. Þeir hafa þá skoðun sérfræðingar okkar þar að það beri þá að draga þetta frá úthlutun næsta árs og við höfum sett þetta fram með þeim hætti þó svo að ég líti svo á að það sé sérstök ákvörðun.

Varðandi strandveiðarnar: Já, við höfum verið að skoða möguleika í þeim efnum. Sömuleiðis línuívilnunina, við höfum verið að bæta í hana svona smátt og smátt. Vandi minn í þeim efnum stendur fyrst og fremst um það að við erum með 5,3% bundin í lög sem setja ráðuneytinu mörk varðandi það hvað hægt er að gera. En við höfum hingað til nýtt allt það svigrúm sem við höfum fengið til að „fjármagna“ (Forseti hringir.) strandveiðina og áherslur mínar liggja til þess. Eins og staðan er í dag þá höfum við ekki enn komið á leið til þess en við erum á vaktinni eins og sagt er.