151. löggjafarþing — 85. fundur,  26. apr. 2021.

kosning umboðsmanns Alþingis skv. 1. gr. laga nr. 85 1997, um umboðsmann Alþingis, með síðari breytingum, til fjögurra ára, frá 1. maí 2021 til 30. apríl 2025.

[13:48]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Skúli Magnússon hefur verið kjörinn umboðsmaður Alþingis með 49 atkvæðum, 4 greiða ekki atkvæði.

Um leið og ég býð Skúla Magnússon velkominn til starfa vil ég þakka Tryggva Gunnarssyni fyrir löng og farsæl störf sem umboðsmaður Alþingis, en hann hefur gegnt því embætti í rúm 22 ár, en hann tók við embætti umboðsmanns 1. nóvember 1998.