151. löggjafarþing — 85. fundur,  26. apr. 2021.

yfirtaka á SpKef sparisjóði.

739. mál
[13:49]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég hygg að ég sé í hópi þeirra þingmanna sem hafa alltaf stutt það, með einni undantekningu, að skýrslubeiðni verði samþykkt. Nú er það svo að mér finnst samt sem áður rétt að vekja athygli á því að Alþingi var með sérstaka rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna. Fari ég rétt með, herra forseti, kostaði sú skýrsla um 500 millj. kr. Hún var afhent Alþingi í apríl 2014. Ég velti fyrir mér hvað ætli komi nýtt fram í þeirri skýrslubeiðni sem hér liggur fyrir sem ekki kom fram í þeirri viðamiklu skýrslu sem afhent var Alþingi 2014. Mér finnst í lagi að velta fyrir sér þegar við tökum ákvörðun um að samþykkja skýrslubeiðni af þessu tagi: Eftir hverju er verið að leita? Hvaða nýju upplýsingar ætla menn að fá hér fram?