151. löggjafarþing — 86. fundur,  27. apr. 2021.

fjármögnun á styttingu vinnuvikunnar.

618. mál
[14:10]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Frú forseti. Ég vil leyfa mér að taka undir með fyrirspyrjanda þegar hún mærir þessar góðu breytingar um styttingu vinnuviku. En það er auðvitað áhyggjuefni hvernig þessu verður mætt og ég er með hugann við heilbrigðisstofnanir. Það kom fram í máli mannauðsstjóra Landspítalans í gærkvöldi að það þyrfti sennilega að ráða a.m.k. 125 nýja starfsmenn og aðrir vaktavinnustarfsmenn eiga að hafa væntingar um að þetta færi þeim sérstakar kjarabætur, jafnvel að 15%. Hæstv. ráðherra nefnir að hið opinbera hafi gert ráð fyrir að breytingin kostaði rúma 4 milljarða. Er það ekki stórlega vanmetið? Bara þessir 125 starfsmenn kosta talsvert á annan milljarð króna í launakostnaði Landspítalans og svo erum við með heilbrigðisstofnanir út um gjörvallt landið. Þarf ekki að endurskoða þetta, hæstv. ráðherra?