151. löggjafarþing — 87. fundur,  27. apr. 2021.

endurupptaka viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.

53. mál
[17:53]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, treysta þjóðinni og trúa á hana. Þá spyr ég, og ég spyr hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: Hefði ekki verið betra að byrja á því hreinlega að spyrja þjóðina hvort hún vilji ganga í ESB, byrja á því. Og í framhaldi af því — ef þjóðin segði já, við viljum ganga í Evrópusambandið — fara þá í viðræður. Mér finnst einhvern veginn eins og verið sé að byrja á öfugum enda, byrja á því að fara í viðræðurnar og síðan að ætla að fara að greiða atkvæði um það hvort við ætlum að fara inn. Ég tel að það að fara í viðræðurnar verði bæði flókið og kostnaðarsamt. Ég sé engan tilgang í því að vera í viðræðum ef þjóðin vill ekki ganga í ESB. Þess vegna hefði verið kjörið að byrja bara á því að spyrja þjóðina: Viljið þið ganga í ESB? Ef þjóðin segir já þá færum við í viðræður.