151. löggjafarþing — 89. fundur,  4. maí 2021.

barnalög.

204. mál
[14:56]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við göngum hér til atkvæða um lög sem ætlað er að gera breytingar á barnalögum til þess að bæta foreldrastöðu trans fólks og einstaklinga með hlutlausa kynskráningu. Breytingarnar miða að því að tryggja réttindi foreldra sem hafa breytt skráningu kyns og gera þá jafnsetta öðrum foreldrum. Þetta eru gríðarlega mikilvægar breytingar og eru í takt við það að viðurkenna að foreldrar eru alls konar og fyrir því þarf að gera ráð í lögum. Í framhaldinu þarf að skoða það að gera lög kynhlutlaus, bæði barnalög og ýmis önnur lög. Hér stígum við mjög mikilvægt skref en svo þurfum við að halda áfram að gera samfélagið okkar fyrir okkur öll.