151. löggjafarþing — 89. fundur,  4. maí 2021.

barnalög.

204. mál
[14:59]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég styð þetta frumvarp þar sem verið er að reyna að uppfylla markmið sem voru sett þegar lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt hér á þingi fyrir ekki svo löngu. Ég reyndar sakna þess að ekki hafi verið lagst í það að fara í heildarendurskoðun á persónurétti þar sem það að skrá hlutlaust kyn hefur áhrif á marga lagabálka er varða réttindi einstaklinga og þau eru mjög, hvað segir maður, heterónormatíf, eins og þau eru sett upp núna og gera ráð fyrir að karl og kona ætli að eyða ævi sinni saman að eilífu. Samfélagið hefur þróast frekar mikið þannig að ég vona að farið verði í heildarendurskoðun út frá því að uppfæra efnisinnihald þessara laga en ekki einvörðungu að fara í leiðréttingu á orðum þar sem það skilar ekki endilega markmiðunum sem sett voru fram með lögum um kynrænt sjálfræði.