151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:35]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti getur upplýst að hann hefur í samráði við fyrsta skýrslubeiðanda átt samtöl við … (ÞorG: Það er ég.) Þá er forseti að rugla saman skýrslum og biðst velvirðingar. Forseti hélt að hér væri undir skýrsla sem hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson væri fyrsti beiðandi að. En það er ekki. Þá getur forseti litlu til um málið svarað en sjálfsagt mál að kanna það.