151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:37]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Í mínum huga er málið grafalvarlegt og þess vegna verðum við að fá botn í þetta sem fyrst. Skýrslubeiðandi fór vel yfir það. Við fengum gesti fyrir velferðarnefnd í morgun, sérfræðinga sem eru alls ekki sáttir við hvernig var farið af stað. Það var ekki haft samráð við þá. Þeir hafa ekki aðgang að niðurstöðum rannsókna í Danmörku. Þeir geta ekki hringt í vin. Þeir geta ekki hringt í kollega, þeir vita ekki neitt. Við verðum að gera betur. Ég hvatti hæstv. heilbrigðisráðherra áðan til að skipta um skoðun og ég stend við það og ítreka þá beiðni.