Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:40]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við að hlusta á umræðuna í velferðarnefnd í morgun varð ég eiginlega alveg kjaftstopp. Maður hefur oft hlustað á ótrúlegt klúður en eiginlega það fyrsta sem mér datt í hug í þessu samhengi var: Guði sé lof að ég er ekki kona og á ekki á hættu að fá leghálskrabbamein. Það virðist hafa verið klúðrað hverju einasta skrefi í því máli og til að fullkomna klúðrið er verið að senda þessi sýni til Danmerkur og á þann hátt að það eru allar líkur á að það klúðrist líka. Okkur ber skylda til að sjá til þess að gera þetta betur, sérstaklega gagnvart þeim konum sem eru í þessari aðstöðu.