Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:49]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Undirbúningur að flutningi skimunar fyrir leghálskrabbameini stóð víst í tvö ár, en samt náðist einhvern veginn að klúðra því ferli þannig að allt var upp í loft þegar að flutningnum kom. Þau gögn sem beðið er um í skýrslubeiðninni, sem við höfum verið að ræða hér í fundarstjórn, hefðu öll átt að liggja fyrir síðasta haust. Eins og hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson segir þá hefði átt að nægja að ýta á „print“ á tölvu upp í ráðuneyti og þá hefði þessi skýrsla bara verið tilbúin. Í staðinn hefur ráðuneytið kosið að nýta níu af þeim tíu vikum sem það hefur samkvæmt þingsköpum til að skila skýrslu til Alþingis, í að gera ekki neitt, að gera ekkert við þessari beiðni 26 þingmanna sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum hér í þingsal.

Herra forseti. Þetta er lítilsvirðing við Alþingi og þetta er lítilsvirðing við þær konur sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.