Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:52]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegur forseti. Ég er ánægð með að heyra orð hæstv. forseta þess efnis að hann ætli að skoða þetta mál. En það breytir auðvitað ekki því að þessi tillaga hefur verið samþykkt. Allar tímalínur lágu skýrar og ljósar fyrir í þeim efnum. Þetta er grátlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem hér eru undir, í ljósi þeirrar miklu og þungu umræðu í samfélaginu, fyrst og fremst af hálfu kvenna sem þekkja það, skilja og vita að hérna er um grundvallarheilbrigðisþjónustu að ræða en líka af hálfu sérfræðinga og starfsfólks innan heilbrigðiskerfisins. Málið snertir sára taug svo víða að það er einlæg ósk mín að á þessi orð okkar hér í dag verði hlustað.