Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:59]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að vekja athygli á því að hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forseti Alþingis rituðu báðir undir þessa skýrslubeiðni með því formati sem á henni er. (Fjmrh.: Undir beiðnina?) Undir beiðnina. Þannig að menn verða aðeins að vera heima í því hvort þeir hafi samþykkt … (Gripið fram í.) Þú samþykktir málið. (Fjmrh.: … ekki undir beiðni.) Þú samþykktir málið hér í þinginu. (Fjmrh.: … með þessum athugasemdum.) Ekki með þessum athugasemdum neitt. (Gripið fram í: Nei.) Talandi um hvernig á að fara að einhverjum formreglum (Forseti hringir.) hér í þinginu þá bið ég hæstv. ráðherra um að nota ræðustólinn til að eiga orðaskipti við mig ef hann kýs svo. En það sem er alvarlegt í þessu máli er auðvitað að það eru engar vísbendingar um að ráðuneytið sé í samtölum við alla helstu sérfræðinga málsins. Það er hið alvarlega í málinu og ég held að það fari ekki vel á því að menn ætli að fara hér að hengja sig (Forseti hringir.) í einhvers konar formsatriði um það hvernig skýrslubeiðnin er úr garði gerð. Það er búið að biðja um hana. (Forseti hringir.) Alþingi er búið að samþykkja hana og ráðherranum ber skylda til að bregðast við.