151. löggjafarþing — 91. fundur,  6. maí 2021.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum frá Óla Birni Kárasyni á þskj. 1208, um ný verkefni Landspítala; á þskj. 1210, um sjúkrahótel Landspítala; á þskj. 1207, um rekstur Landspítala árin 2010–2020; og á þskj. 1209, um kostnað við skimun fyrir brjóstakrabbameini.

Einnig hafa borist bréf frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1134, um tollasamning við Evrópusambandið, frá Sigurði Páli Jónssyni; og á þskj. 1130, um ráðgjafaþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni, frá Gunnari Braga Sveinssyni.