151. löggjafarþing — 91. fundur,  6. maí 2021.

staða einkarekinna fjölmiðla.

[13:37]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Nú er verið að ganga frá þessu frumvarpi og það hefur tekið sinn tíma en það er í fyrsta sinn verið að styðja við einkarekna fjölmiðla, í fyrsta sinn. Ég tel að það sé býsna góður árangur. Ég vil líka nefna að það var stofnað á minni vakt dótturfélag um samkeppnisrekstur RÚV, það hafði ekki verið gert frá árinu 2013, einmitt til þess að leikreglurnar væru skýrari. Þannig að ég er mjög sátt og ánægð með það hvernig við höfum ráðist í þessi verkefni og ítreka að þetta er í fyrsta sinn sem er verið að klára frumvarp til þess að styðja við einkarekna fjölmiðla. Ég þakka fyrir þann stuðning sem hv. þingmaður sýnir hér.