Bráðabirgðaútgáfa.
151. löggjafarþing — 92. fundur,  10. maí 2021.

mannabreytingar í nefndum.

[13:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseta hefur borist bréf frá formanni þingflokks Samfylkingarinnar um mannaskipti í nefndum þingsins, samanber 1. mgr. 16. gr. þingskapa, þannig að Oddný G. Harðardóttir taki sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Ágústs Ólafs Ágústssonar, sem tekur sæti hennar sem varamaður í sömu nefnd. Þá tekur Ágúst Ólafur Ágústsson sæti sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Oddnýjar G. Harðardóttur, sem tekur sæti hans sem varamaður í sömu nefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.