151. löggjafarþing — 92. fundur,  10. maí 2021.

staða sjávarútvegsins.

[13:15]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Auðvitað getur hv. þingmaður ekki komið hingað upp og kallað þetta ákvæði sýndarmennsku. (Gripið fram í.) Auðvitað getur hv. þingmaður ekki gert það. Það er stórmál að undirstrika þjóðareignarhugtakið í stjórnarskrá. Það er stórmál, herra forseti, (Gripið fram í.) að segja að nýtingarheimildir verði ekki afhentar með varanlegum hætti. Það skiptir verulega miklu máli. (ÞKG: Það breytir því ekki …)(Forseti hringir.) Það er stórmál að undirstrika það í stjórnarskrá að þessum heimildum verði ekki úthlutað nema gætt sé jafnræðis og gagnsæis. Það er stórmál að kveða á um það í stjórnarskrá að með lögum skuli ákveða gjald fyrir nýtingu auðlinda. Hv. þingmaður getur ekki komið hingað upp og setið svo og kallað hér fram í með slíka sýn. Við getum deilt um það hvernig nákvæmlega (Gripið fram í.) auðlindaákvæði eigi að líta út …

(Forseti (SJS): Engin frammíköll.)

En það er ekki hægt að afgreiða þetta auðlindaákvæði sem hér liggur fyrir í þinginu — myndi undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til sinna auðlinda og það er rangt og það er sýndarmennska að halda öðru fram.