151. löggjafarþing — 92. fundur,  10. maí 2021.

um fundarstjórn.

[14:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill segja að hann gerði sitt besta til að taka niður þær fyrirspurnir og þær skýrslur sem hér bar á góma og mun grennslast fyrir um stöðuna á þeim og eftir atvikum kannski taka skoðun á þeim sem elstar eru orðnar án þess að svör hafi komið, sérstaklega ef ekki hefur verið óskað eftir fresti til að veita þau. En forseti vekur líka athygli á því að hv. þingmenn geta að sjálfsögðu snúið sér til hans án þess að taka til þess tíma í ræðustóli Alþingis ef þeir vilja fá liðsinni hans við að grennslast fyrir um mál af þessu tagi.