151. löggjafarþing — 92. fundur,  10. maí 2021.

um fundarstjórn.

[14:01]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka fyrir viðbrögðin sem forseti sýnir við þessari umræðu sem hér fer fram. En ég hnaut nú samt um að hæstv. forseti talaði um að hann myndi kanna þær fyrirspurnir sem elstar eru. Nú er það þannig að fyrirspurnum á að svara innan 15 daga eða biðja um frest þannig að þeir sem eru að biðja um svör við fyrirspurnum sem voru settar fram í desember síðastliðnum eða febrúar eru svo sem ekki að biðja um neina ölmusu þegar þeir biðja um að svör berist, sjálfsögð svör. Ég ætla enn að minna á það að framan á bókarkápu samstarfssamnings þessarar ríkisstjórnar er talað um eflingu Alþingis. Eftirlitshlutverkið sem við alþingismenn höfum er líklega eitt það mikilvægasta sem við höfum til þess til að berja fram upplýsingar um mikilvæg mál. Ég hvet forseta til þess að ganga (Forseti hringir.) eftir öllum þeim fyrirspurnum sem nú eru útistandandi, hvort sem þær eru 15 daga gamlar eða frá því í desember.