151. löggjafarþing — 92. fundur,  10. maí 2021.

Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

568. mál
[14:59]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort hv. þingmaður er að reyna að búa til einhverja meiri óeiningu um málið en er. Ég tel að það séu allir hér á leið í sömu átt. En eins og ég sagði í fyrra andsvari mínu við hv. þingmann þá skiptir grundvallarmáli að vera með þýðingu á samningnum sem er hafin yfir vafa og þýðingu sem algjör samstaða ríkir um og ánægja með. Það skref erum við að stíga með þessari þingsályktunartillögu, að vera með texta á samningi sem er hafinn yfir vafa. Í kjölfarið á því er svo hægt að stíga næstu skref í umræðunni. Í mínum huga snýst þetta um það að til þess að geta lögfest eitthvað verðum við að vera með textann sem við viljum lögfesta í lagi.