151. löggjafarþing — 92. fundur,  10. maí 2021.

Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

568. mál
[15:07]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þar sem þetta er síðasta andsvarið þá tek ég aftur undir þau orð hv. þingmanns að þetta er vel gerlegt og hefði átt að vera löngu búið. Þetta liggur alveg fyrir. Þessi samþykkt er tveggja ára gömul. Það er hálft ár síðan frumvarpið átti að koma fram. Þetta fór ekki fram hjá ríkisstjórninni og hún hefur haft nægan tíma. Ég veit að það er ýmislegt í gangi en fyrr má nú vera. Þetta er vel gerlegt ef hér er pólitískur vilji og hann liggur fyrir af því að þingsályktunin var samþykkt. Þetta strandar á ríkisstjórninni, herra forseti, á framkvæmdarvaldinu. Ég ítreka enn og aftur áskorun mína og tek undir áskorun Öryrkjabandalagsins: Ágætu ráðherrar, virðið vilja þingsins og óskir Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar og annarra aðila sem hafa lagt áherslu á þetta og klárum málið. Ríkisstjórnin þarf að leggja frumvarpið fram, herra forseti.