151. löggjafarþing — 92. fundur,  10. maí 2021.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

698. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir ábendinguna. Nú er það hins vegar þannig, svíki minnið mig ekki, að a.m.k. við fyrstu kaup geta menn nýtt ákveðna fjárhæð, uppsafnað o.s.frv. Það kann að vera og nefndin hlýtur að skoða það. Ég verð hins vegar að hafa pínu fyrirvara á því sem ég segi en mér finnst ábending hv. þingmanns vera með þeim hætti að nefndin hlýtur að skoða það í meðferð málsins. Ég geng auðvitað út frá að allur hv. þingheimur muni síðan greiða götu málsins þegar það kemur vonandi í komandi viku til efnislegrar meðferðar vegna þess að það þarf að afgreiða málið fyrir lok þessa mánaðar þannig að fólk geti haldið áfram að nýta sér séreignarsparnað inn á greiðslu íbúðalána vegna annarrar, þriðju eða fjórðu íbúðar. Atriðið sem hv. þingmaður vekur athygli á er sannarlega þess virði að gengið sé úr skugga um hvort hægt sé að gera einhverja bragarbót á. Og ef nauðsynlegt er þá kemst þingnefndin a.m.k. ekki fram hjá því.