151. löggjafarþing — 93. fundur,  11. maí 2021.

Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

568. mál
[14:24]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vona bara heitt og innilega að þýðingin verði ekki til þess að lögfesting verði sett í frost á vegum ríkisstjórnarinnar. Ég óttast langmest að þetta verði eina afmælisgjöf ríkisstjórnarinnar til Öryrkjabandalags Íslands á 60 ára afmælinu, þ.e. þýðingin en ekki lögfestingin. Ég vona heitt og innilega að lögfestingin verði ekki fryst bara vegna þess að við erum komin með góða þýðingu.