151. löggjafarþing — 93. fundur,  11. maí 2021.

háskólar og opinberir háskólar.

536. mál
[14:37]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mikið fagnaðarefni að við séum að ganga frá þessu máli. Ég segi: Endurreisn starfsnámsins er hafin. Þetta frumvarp er mikið réttlætismál og fagnaðarefni fyrir allt menntakerfið, sérstaklega nemendur. Það felur í sér aukið jafnræði til náms. Frumvarpið er liður í aðgerðaáætlun til að efla starfs- og tæknimenntun í landinu og er unnið í samráði við fjölda hagaðila. Þetta er mikið fagnaðarefni og vil ég þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd kærlega fyrir alla vinnuna og öllum þeim sem hafa komið að þessu.