151. löggjafarþing — 93. fundur,  11. maí 2021.

háskólar og opinberir háskólar.

536. mál
[14:37]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hæstv. ráðherra, ég held að það sé mikið fagnaðarefni að við séum að samþykkja þetta hér og ég styð það heils hugar. Sjálf hef ég flutt sambærilegt mál, nr. 269 á þskj. 300, um breytingar á þessum sömu lögum sem ganga út á það sama. Hér er önnur nálgun sem unnin hefur verið í meira samstarfi við háskólasamfélagið og því ber að fagna. Þess vegna styð ég þetta mál heils hugar.