Bráðabirgðaútgáfa.
151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 867, um stuðning og sérkennslu í grunnskólum, frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur; á þskj. 986, um skráningu samskipta í ráðuneytinu, frá Birni Leví Gunnarssyni; á þskj. 1020, um áhrif og forsendur áfrýjunar dóms um brot ráðherra gegn jafnréttislögum, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur; á þskj. 1027, um íslenskunám innflytjenda, frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur; á þskj. 1127, um ráðgjafaþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni, frá Gunnari Braga Sveinssyni, og á þskj. 1232, um garðyrkjunám á Reykjum, frá Ara Trausta Guðmundssyni.